Það stendur til að gera leiksvæði nemenda við Brekkubæjarskóla á Akranesi áhugaverðara til útiveru og leiks.
Bæjarráð samþykkti nýverið að setja 10 milljónir kr. til viðbótar því sem áður hafði verið samþykkt í gerð fjárhagsáætlunar.
Fyrir liggur tillaga frá starfshópi um endurhönnun grunnskólalóða.
Í þeim áfanga felast framkvæmdir við aparólu, nýja boltavelli s.s. körfuboltavöll og pókóvelli, mótun á sleðabrekku og setþrepum.