Skipulags- og umhverfisráð Akraness samþykkti á dögunum að settar verði upp öryggismyndavélar í Garðalundi.
Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar. Töluvert hefur borið á skemmdarverkum í Garðalundi og er það mat nefndarinnar að öryggismyndavélar lágmarki líkur á frekari skemmdaverkum.
Samkvæmt persónuverndarlögum verður sett upp skilti á svæðinu sem greinir frá því að upptaka sé í gangi og hver sé ábyrgðaraðili fyrir upptökunni.
Áætlaður kostnaður við uppsetninguna á öryggismyndavélunum er um 300.000 kr.
Tillagan á enn eftir að fara í gegnum formlegt ferli hjá bæjarráði og bæjarstjórn Akraness.