Kvennalið ÍA og Augnabliks áttust við s.l. laugardag í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands.
Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir með marki á 27. mínútu, en Björk Bjarnadóttir jafnaði metin fyrir Augnablik á 74. mínútu.
Það stefndi allt í sigur Augnabliks þegar dæmd var vítaspyrna á ÍA á 89. mínútu og Jaclyn Ashley Poucel fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið fyrir að verja boltann með hendinni á marklínunni. Aníta Ólafsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna. ÍA brunaði í sókn, fékk hornspyrnu, og Eva María Jónsdóttir skallaði boltann í netið og tryggði ÍA 2-1 sigur.
Hér má sjá samantekt frá leiknum frá ÍATV.
Lið Augnabliks er úr Kópavogi og er félagið í samstarfi við Breiðablik. Svo skemmtilega vill til að ÍA og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum.
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
- Þór/KA – Haukar
- FH – KR
- ÍA – Breiðablik
- Selfoss – Valur
Leikdagar 8-liða úrslitanna eru 11. og 12. ágúst næstkomandi og verður niðurröðun leikja staðfest fljótlega. Úrslitaleikurinn fer fram Laugardalsvelli laugardaginn 31. október.