Skagamaðurinn Guðjón Þórðarson tekur við þjálfun liðs Víkings úr Ólafsvík sem leikur í næst efstu deild. Guðjón tekur við af Jóni Páli Pálmasyni sem var sagt upp störfum s.l. mánudag.
Samningur Guðjóns gildir út leiktíðina 2020. Jón Páll tók við liði Víkings s.l. vetur. Víkingur Ó er í 9. sæti næst efstu deildar en liðið hefur leikið fimm leiki, unnið tvo þeirra og tapað þremur.
Næsti leikur Víkinga er gegn Aftureldingu á föstudaginn en Brynjar Kristmundsson mun stýra liðinu í þeim leik. Guðjón tekur við liðinu með formlegum hætti eftir leikinn.
Guðjón hóf þjálfaraferilinn á Akranesi árið 1987. Frá þeim tíma hefur hann þjálfað alls 18 félagslið. Víkingur úr Ólafsvík er því 19. félagsliðið sem Guðjón þjálfar. Hann var þjálfari A-landsliðs Íslands á árunum 1997-1999.
Guðjón er fæddur árið 1955 og er því 64 ára gamall. Hann þjálfaði lið NSÍ í Færeyjum á síðasta ári.
1987 | ÍA Akranes |
---|---|
1988–1990 | KA Akureyri |
1991–1993 | ÍA Akranes |
1994–1995 | KR Reykjavík |
1996 | ÍA Akranes |
1997–1999 | Iceland |
1999–2002 | Stoke City |
2002 | Start |
2003–2004 | Barnsley |
2005 | Keflavík |
2005–2006 | Notts County |
2007–2008 | ÍA Akranes |
2008–2009 | Crewe Alexandra |
2010–2011 | BÍ/Bolungarvík |
2011–2012 | Grindavík |
2019 | NSÍ Runavík |