Nýr þjálfari bætist í öflugt þjálfarateymi Fimleikafélags Akraness


Það styttist í að nýtt fimleikahús verði tekið í notkun á Akranesi. Ný aðstaða mun gjörbylta aðstöðumálum hjá Fimleikafélagi Akraness og ljóst að ný aðstaða gerir það eftirsóknarvert að þjálfa hjá félaginu.

Hörður Bent Víðisson mun bætast í öflugt þjálfarateymi Fimleikafélags Akraness en hann skrifaði nýverið undir samning þess efnis. Hörður Bent mun hefja störf í ágúst og mun hann sjá um parkour-þjálfun félagsins.

Hörður æfði áhaldafimleika hjá Gerplu um margra ára skeið en hefur æft parkour síðan 2007. Hann hefur þjálfað stráka í áhaldafimleikum hjá Fylki, einnig hefur hann þjálfað parkour hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði.