Frábær sigur hjá Kára gegn Víði – hér eru helstu atvikin frá ÍATV


Kári sigraði Víði úr Garði með glæsilegum hætti í gær í 2. deild karla í knattspyrnu.

Leikurinn endaði 5-0 fyrir Kára og með sigrinum þokaði liðið sér upp um miðja deild. Þetta var annar sigurleikur Kára í röð en liðið er með 8 stig eftir 6 umferðir.

Markvörðurinn Dino Hodzic varði vítaspyrnu í leiknum en þetta er þriðja vítaspyrnan sem hann ver á leiktíðinni.

Mörk Kára skoruðu: Andri Júlíusson (11.), Marinó Hilmar Ásgeirsson (35.) Eggert Kári Karlsson (56.), Sverrir Mar Smárason (79.) Haraldur Sturlaugsson (93.).

Hér má sjá helstu atvikin úr leiknum frá ÍATV.