Sjáðu markasúpuna úr leik Breiðabliks og ÍA


ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í PepsiMax-deild karla ásamt toppliði Vals.

Í fyrstu 9 umferðunum hefur ÍA skorað alls 21 mark líkt og Valur og þar á eftir kemur lið Breiðabliks með 19 mörk skoruð.

ÍA sótti lið Breiðabliks heim s.l. sunnudag í 9. umferð PepsiMax-deildarinnar.

Alls voru skoruð 8 mörk í leiknum sem endaði með 5-3 sigri Breiðabliks en mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan frá Stöð 2 sport og visir.is.

ÍA er með 10 stig í 8. sæti deildarinnar