OWZA gefur út nýtt og áhugavert lag – „Hlakka alltaf til að heimsækja Akranes“


Ása Margrét Bjartmarz gaf nýverið út lagið „Dive into the Dark“ undir nafninu OWZA. Ása Margrét á ættir að rekja á Akranes en hún hefur að mestu verið búsett í Svíþjóð. Margrét segir að hún njóti þess í hvert sinn þegar hún komi í heimsókn á Akranes.

„Móðir mín, Jónína Dröfn Pálsdóttir (Nína), ólst upp á Akranesi og hún er flutt á ný á Akranes eftir 20 ára búsetu í Svíþjóð. Amma mín og afi, Þóra Ingólfsdóttir og Páll Engilbertsson, eru búsett á Furugrund 5 og það hefur verið mitt annað heimili í heimsóknum mínum á Akranes í gegnum tíðina. Ég hlakka alltaf til að heimsækja Akranes,“ segir Ása Margrét við skagafrettir.is.

Lagið er að sögn Ásu öflugt og tilfinningaþrungið pop/electric lag.

„Lagið blandar saman, pop, trap, R&B og soul tónlist og útkoman er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Áður en söngur OWZA hrífur hlustandann, hefst lagið með öflugum bassa sem verður undiraldan í laginu sjálfu og leyfir rödd OWZA að njóta sín. Þegar líður á lagið koma svo inn dimmir electronic tónar sem setja sviðið fyrir söguna sem lagið segir. Lagið fjallar um það að komast ekki yfir sambandsslit og falla í vítahring skyndikynna og áfengis til að fylla tómið. Lagið bíður hlustendum með í ferð þar sem dimmir undirtónar, öflugur söngur og gæða framsetning skilar sögu sem margir kannast við. „Dive into the Dark” ætti að eiga sæti ofarlega á öllum playlistum sumarsins.„


Um OWZA

OWZA er listakona, pródúcent og lagahöfundur sem er að spretta fram á sjónarsviðið í dag. Hún er fædd á Íslandi og alin upp í Svíþjóð þar sem hún er búsett í dag. Hér er á ferð ung listakona, hlaðin hæfileikum, sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. OWZA sækir innblástur frá mörgum mismunandi listamönnum og tónlistarstíl. Hún leitast með tónlist
sinni við að breyta lífi fólks um allan heim og verða næsta stóra nafnið í tónlist. Við lagasmíði býr OWZA til heim fyrir hlustendur sem minnir á það sem finna má í kvikmyndum. OWZA er listamaður á uppleið sem er vel þess virði að fylgjast með.

Nánar í hlekkjunum hér fyrir neðan:

Song Link
Facebook
Instagram