Ekkert Covid-19 smit greindist í 15 skimunum á Akranesi í þessari viku


Umdæmissóttvarnarlæknir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands gaf eftirfarandi upplýsingar í morgun varðandi stöðuna á Covid-19 hópsmits sem kom upp á Akranesi nýverið.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akrness birti þessar upplýsingar á fésbókarsíðu sinni.

Upplýsingar morgunsins frá umdæmissóttvarnarlækni HVE:

Á Akranesi eru 7 í einangrun og líðan þeirra mun vera góð að sögn heilsugæslulæknis. Þeir eru samstarfsmenn og búa saman í 2 tengdum íbúðum. Í fyrradag voru tekin sýni hjá þremur aðilum fjölskyldu sem er í sóttkví og höfðu haft umgengi við einhverja af sjömenningunum.

Sýnin reyndust neikvæð og fjölskyldan heldur því áfram í sóttkví.

15 sýni hafa verið tekin það sem af er vikunnar hér á Akranesi af fólki, sem leitað hefur til heilsugæslunnar með óljós og væg sjúkdómseinkenni en öll sýnin hafa reynst neikvæð.