Ekkert Covid-19 smit greindist í 612 skimunum ÍE á Akranesi


Enginn reyndist smitaður af COVID-19 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtaki íbúa Akraness. Þetta kemur fram á vef RÚV. Alls voru 612 íbúar skimaðir í dag.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá þessu við fréttastofu RÚV.

Íslensk erfðagreining sendir öllum sem tóku þátt í skimuninni skilaboð um niðurstöðuna á morgun.