Trampólín fauk á bíl við Akralund – „Lán í óláni að bíllinn fékk þetta á sig“


„Vorum vakin upp við þetta í morgun..kannski lán í óláni að það var bílinn sem fékk þetta á sig en ekki manneskja,“ skrifar Haraldur Valtýr Hinriksson, hárskeri á Akranesi á fésbókarsíðu sína um s..l. helgi.

Eins og sjá má á myndunum sem Haraldur birti á fésbókarsíðu sinni fauk stórt trampólín á bifreið sem var lagt fyrir utan fjölbýlishús við Akralund á Akranesi.

Bifreiðin skemmdist töluvert eins og sjá má myndunum.