ÍA sækir liðsstyrk frá Selfossi – 17 ára landsliðsmaður samdi til ársins 2022


Guðmundur Tyrfingsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA og mun hann leika með liðinu út leiktímabilið 2022. Guðmundur, sem er fæddur árið 2003, hefur verið lykilmaður í 2. deildarliði Selfoss undanfarin tímabil.

Hann hefur leikið 32 leiki með mfl. Selfoss og skorað 8 mörk.

Guðmundur hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, 6 leiki með U-16, 9 leiki með U-17 og 2 leiki með U18 ára.

Jóhannes Karl Guðjónsson fagnar komu Guðmundar til ÍA í tilkynningu frá félaginu á heimasíðu KFÍA.

„Það er mjög jákvætt að fá Guðmund til félagsins. Guðmdur er ungur og efnilegur leikmaður sem passar vel inn í okkar uppbyggingu. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það er það sem við leitum að í leikmönnum hér á Skaganum, svo hann á bara eftir að vaxa og dafna og gera frábæra hluti í framtíðinni. Hann á framtíðina fyrir sér,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.