Nemendum í FVA fjölgar umtalsvert á haustönn 2020


Innritun í FVA fyrir haustönn 2020 lauk í júní s.l. og kennsla hefst þriðjudaginn 18. ágúst 2020.

Tæplega 540 nemendur eru skráðir til náms á haustönn og er umtalsverð fjölgun í nemendahópnum. Á haustönn 2019 voru 480 nemendur í FVA og á vorönn 2020 voru 430 nemendur skráðir í FVA.

Alls voru 124 nemendur úr 10. bekk innritaðir í skólann á mismunandi brautir. Þar af eru 7 nemendur skráðir á starfsbraut, 7 í húsasmíði, 6 í málmiðngreinar og 19 á rafvirkjabraut.

Fullt er í dreifnám í húsasmíði og á sjúkraliðabraut en þar hafa rúmlega 60 manns fengið inni.

Fullbókað á heimavist FVA. Nýir nemendur á heimavist eru 24.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/02/07/heildarfjoldi-nemenda-i-fva-er-i-sogulegri-laegd/