ÍA og Víkingur R. skildu jöfn – fimmta jafnteflið á tímabilinu


ÍA og Víkingur úr Reykjavík áttust við í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær í Akraneshöllinni.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum með 7 stig í 6. og 7. sæti deildarinnar.

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 38. mínútu og má sjá markið hér í myndbandinu frá ÍATV.

Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Dagný Rún Pétursdóttir fyrir Víking með skoti sem lak í gegnum vörn ÍA. Markið má sjá hér fyrir neðan úr útsendingu ÍATV.

Staðan er því óbreytt hjá liðunum á stigatöflunni en liðin eru áfram í 6. og 7. sæti með 8 stig eftir 8 umferðir. Þetta var fimmta jafnteflið hjá ÍA á þessari leiktíð en ekkert annað lið hefur gert eins mörg jafntefli á tímabilinu.