Karlalið ÍA í knattspyrnu fær liðsstyrk á næstunni samkvæmt frétt á fotbolti.net. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich City á Englandi, er á leið til ÍA á lánssamningi samkvæmt heimildum fotbolti.net.
Ísak Snær lék með yngri flokkum Aftureldingar í Mosfellsbæ áður en hann samdi við enska liðið Norwich City sumarið 2017. Hann var í sumar á láni hjá St. Mirren í Skotlandi en hann hefur einnig leikið sem lánsmaður hjá Fleetwood á Englandi.
Ísak Snær er 19 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið alls 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Næsti leikur ÍA í PepsiMax deildinni er næsta sunnudag gegn Íslandsmeistaraliði KR á útivelli.
Ísaki líkt við skriðdreka: Aldrei verið mikið fyrir það að lyfta lóðum