Ísak Snær í raðir ÍA frá enska liðinu Norwich


Ungur og efnilegur leikmaður úr yngri landsliðum Íslands hefur samið við karlalið ÍA og mun hann leika með liðinu sem lánsmaður út leiktíðina í PepsiMax-deildinni.

Leikmaðurinn heitir Ísak Snær Þorvaldsson, en hann er á mála hjá enska liðinu Norwich. Ísak Snær er fæddur árið 2001 og hefur hann leikið 23 leiki með yngri landsliðum Íslnds.

Hann hóf ferilinn með yngri flokkum Aftureldingar í Mosfellsbæ en samdi við Norwich þegar hann var aðeins 16 ára gamall.

Ísak Snær verður því væntanlega í leikmannahóp ÍA gegn KR næstakomandi sunnudag þegar liðin eigast við á heimavelli KR.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/08/25/isak-sagdur-a-leid-a-til-ia-a-lanssamning/