Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA í Moskvu, er í A-landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðardeild UEFA.
Erik Hamren, landsliðþjálfari, sagði á blaðamannafundi í dag í höfuðstöðvum KSÍ að hann hefði hrifist mjög af Ísak Bergmanni Jóhannessyni í sænsku úrvalsdeildinni. Hamren sagði að tími Ísaks i landsliðinu komi síðar en Ísak er 17 ára gamall.
Ísland mætir liði England á Laugardalsveli 5. september n.k. kl. 16 og í kjölfarið mun liðið halda til Belgíu þar sem leikið verður þann 8. september á Koning Boudewijn leikvanginum kl. 18:45.
Mörg stór nöfn vantar í íslenska hópinn. Má þar nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson. Ragnar Sigurðsson er frá vegna meiðsla.
Ungir leikmenn fá tækifæri í hópnum þar sem nefna má Andra Fannar Baldursson sem leikur með Bologna á Ítalíu og Jón Dag Þorsteinsson úr liði AGF í Danmörku.
Hópurinn
Hannes Þór Halldórsson | Valur
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO
Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Kári Árnason | Víkingur R.
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia
Jón Guðni Fjóluson (án liðs)
Alfons Sampsted | Bodø/Glimt
Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn
Birkir Bjarnason | Brescia
Emil Hallfreðsson (án liðs)
Andri Fannar Baldursson | Bologna
Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF
Mikael Neville Anderson | Midtjylland
Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar