Stefán Teitur og Ísak Bergmann í U-21 árs landsliði Íslands

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA í PepsiMax deild karla, og Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð eru í landsliðshóp Íslands fyrir leik U-21 árs landsliðs karla sem mætir Svíum í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli föstudaginn 4. september kl. 16:30.

Tveir aðrir leikmenn í hópnum hafa sterk tengsl á Akranesi. Hörður Ingi Gunnarsson, leikmaður FH, er í hópnum en hann lék með ÍA undanfarin ár. Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Fylkis, er einnig í hópnum, en hann lék með yngri flokkum ÍA áður en hann gekk í raðir Fylkis. Faðir Valdimars er Ingimundur Barðason frá Akranesi.

Hópurinn:

Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford
Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta
Alfons Sampsted | Bodö/Glimt
Alex Þór Hauksson | Stjarnan
Willum Þór Willumsson | Bate Borisov
Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R.
Daníel Hafsteinsson | FH
Sveinn Aron Guðjohnsen | Spezia
Brynjólfur Anderson Willumsson | Breiðablik
Jónatan Ingi Jónsson | FH
Ísak Óli Ólafsson | Sönderjyske
Kolbeinn Þórðarson | Lommel
Valdimar Þór Ingimundarson | Fylkir
Finnur Tómas Pálmason | KR
Þórir Jóhann Helgason | FH
Stefán Árni Geirsson | KR
Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping
Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Róbert Orri Þorkelsson | Breiðablik