Klifuríþróttin á Akranesi til umfjöllunar í Að Vestan á N4


Þættirnir Að Vestan, sem notið hafa vinsælda á sjónvarpsstöðinni N4, eru komnir á dagskrá stöðvarinnar á ný eftir sumarleyfi.

Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir fara víða um Vesturland til þess að safna efni í þættina.

Akranes og Akrafjall kemur við sögu í þessu innslagi þar sem að Klifurfélag Akraness er í aðalhlutverki.

Rætt er við Þórð Sævarsson, þjálfara og frumkvöðul í klifuríþróttinni á Akranesi.