Félagar úr Björgunarfélagi Akraness komu áhöfn á skútu til bjargar á Faxaflóa í gær.
Skútan var á siglingu um Faxaflóann en lenti í miklum mótbyr á leiðinni til hafnar.

Samkvæmt frétt á mbl.is var skútan ekki í bráðri hættu en áhöfnin óskaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni um kl. hálfníu í gærkvöld.
Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson var nýtt í björgunarverkefnið ásamt áhöfn frá Björgunarfélagi Akraness.
Jón Gunnlaugsson dró skútuna til hafnar. Því verkefni var lokið rétt fyrir miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.