Hefur þú áhyggjur af barni ?


Á Íslandi gilda barnaverndarlög sem gera ráð fyrir því að börn fái þá vernd og umönnun sem þau þurfa. Öll börn eiga rétt á að vera örugg og líða vel.

Ást og umhyggja er börnum nauðsynleg og tilfinningaleg tengsl hafa bein áhrif á þroska barna. Öll börn eiga rétt til náms og eiga rétt á að mæta í skóla. Vanræksla og ofbeldi í æsku getur haft varanleg áhrif á barn.

Í barnaverndarlögum er tilkynningaskylda og ber hverjum sem hefur áhyggjur af því að aðstæður barna séu óviðunandi að tilkynna það til barnaverndar. Tilkynnandi getur óskað eftir nafnleynd.

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, eru hnappar til þess að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndar á Akranesi. https://www.akranes.is/thjonusta/velferd-og-fjolskylda/barnavernd

Barnavernd hefur það hlutverk að tryggja að börn sem búa við ofbeldi, vanrækslu eða sýna af sér áhættuhegðun fái nauðsynlega aðstoð.

Barnavernd á við um öll börn undir 18 ára aldri og einnig ófædd börn í móðurkviði sem eru mögulega í hættu vegna vímuefnaneyslu móður eða ofbeldis.

Einnig er hægt að koma tilkynningum á framfæri á netfangið: barnavernd@akranes.is

Bakvakt barnaverndar á Akranesi er til taks allan sólarhringinn utan dagvinnutíma og bregst við neyðartilfellum.

Hægt er að komast í samband við bakvakt barnaverndar með því að hringja í 112.

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, eru hnappar til þess að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndar á Akranesi. 

https://www.akranes.is/thjonusta/velferd-og-fjolskylda/barnavernd