„Aðgengi að hollum mat er mikilvægt fyrir nemendur FVA“


Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er starfandi heilsueflingarteymi sem vinnur að því að bæta heilsuhegðun nemenda og starfsfólks.

FVA er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólanum er unnið markvisst að því að gera holla valið varðandi næringu að auðvelda valinu.

Margrét Þóra Jónsdóttir, kennari við FVA og næringarfræðingur, sem er betur þekkt sem Gréta Jónsdóttir segir að gott aðgengi að hollum mat fyrir nemendur sé afar mikilvægt.

„Í mötuneyti skólan er lagt upp með að vera með hollan heimilismat í hádeginu. Þar er heitur matur alla virka daga í hádeginu ásamt ferskum salatbar í kæliborði. Þar að auki geta nemendur keypt ávexti, brauðmeti og fleira í millimál,“ segir Gréta og bætir því við að nemendur á afreksbraut í íþróttum geta fengið sér hafragraut í morgunmat eftir að þeir hafa lokið við æfingar.

Gréta segir að Covid-19 ástandið hafi sett margt úr skorðum hvað varðar aðgengi nemenda að mötuneytinu en vonast til þess að því tímabili ljúki sem fyrst.

Að sögn Grétu er markvisst unnið að því að takmarka aðgengi nemenda að óhollum vörum.

„Mötuneytið hefur aðeins verið opið fyrir starfsfólk og nemendum sem búa á heimavistinni. Vonandi lýkur þessari lokun sem allra fyrst. Við erum alltaf með framboðið í mötneytinu í sífelldri endurskoðun. Þegar mötuneytið opnar aftur verður sykraðir gosdrykkir ekki í boði. Og við ætlum líka að prófa að vera með hafragraut í almennri sölu á morgnana. Sælgæti og orkudrykkir eru því ekki til sölu í mötuneytinu. Sætabrauð er einnig sjaldan á boðstólum.“

Gréta mun leiðbeina nemendum í valáföngum í FVA þar sem að hennar sérgrein verður í aðalhlutverki.

„FVA hefur aukið valmöguleika nemenda hvað varðar valáfanga í næringarfræði. Það er nú þegar boðið upp á tvo slíka áfanga sem eru opnir fyrir nemendum á öllum námsbrautum FVA,“ segir Gréta Jónsdóttir við Skagafréttir.