Barna – og unglingastarf Akraneskirkju hefst í dag


„Markmiðið með barna – og unglingastarfi Akraneskirkju er að fá sem flesta til að hittast og eiga skemmtilega samverustund,“ segir Þóra Björg Sigurðardóttir prestur við Akraneskirkju.

Þóra Björg hefur umsjón með barna – og unglingstarfinu en henni til aðstoðar eru Ástráður og Fannar.

„Við erum með aðstöðu í Gamla Iðnskólanum við Skólabraut – á bak við safnarheimilið Vinaminni. Barna – og unglingastarfið hefst í dag, þriðjudaginn 15. september,“ segir Þóra Björg og bætir við.

Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir.

„Yngsti aldurshópurinn, 6-9 ára, er á þriðjudögum frá kl. 15-16. Ástráður og Fannar eru með 10-12 ára hópinn frá kl 18-19 á þriðjudögum. Æskulýðsfélagið, sem er fyrir elstu nemendur grunnskólans í 8.-10. bekk, hittist einnig þriðjudögum frá kl. 20-21.30. Það ríkir tilhlökkun og gleði hjá okkur sem að þessu standa og það eru allir hjartanlega velkomnir í starfið hjá okkur,“ bætir Þóra Björg við.