Hallbera Guðný í landsliðshóp Jóns Þórs gegn Lettum og Svíum


Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu tilkynnti á dögunum landsliðshópinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð. Um er að ræða leiki í undankeppni EM 2022 og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli.

Fyrri leikurinn er gegn Lettlandi og fer hann fram fimmtudaginn 17. september kl. 18:00. Þriðjudaginn 22. september mætir Íslandi sterku liði Svía en sá leikur hefst kl. 18:00.

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals, er í landsliðshópnum. Hallbera Guðný er næst leikjahæsti leikmaður liðsins en hún hefur leikiði alls 112 A-landsleiki.

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Evrópumeistaraliðs Lyon frá Frakklandi, er leikjahæsti leikmaður liðsins með 131 A-landsleik.

Síðasti leikur Íslands í undankeppninni var gegn Lettlandi á útivelli. Þar sigraði Ísland örugglega 6-0.

Ísland og Svíþjóð eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins eftir þrjá leiki, en Svíþjóð situr í fyrsta sæti með betri markatölu. L

Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum, en þeir verða báðir í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir | Valur | 29 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur

Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir

Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss

Guðný Árnadóttir | Valur | 7 leikir 

Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 30 leikir

Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir

Anna Björk Kristjánsdóttir | Selfoss | 43 leikir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 71 leikur, 10 mörk

Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 84 leikir, 6 mörk

Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 112 leikir, 3 mörk

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik | 1 leikur

Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark

Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 88 leikir, 26 mörk

Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk

Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 131 leikur, 20 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik

Hlín Eiríksdóttir | Valur | 14 leikir, 3 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF | 22 leikir, 1 mark

Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 30 leikir, 2 mörk

Sandra María Jessen | Leverkusen | 31 leikur, 6 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 44 leikir, 4 mörk

Elín Metta Jensen | Valur | 49 leikir, 14 mörk