600 áhorfendur leyfðir á leik ÍA og Vals í dag á Akranesvelli


ÍA og Valur eigast við í PepsiMax deild karla í knattspyrnu í dag á Akranesvelli.

Leikurinn hefst kl. 16:30 og eru áhorfendur leyfðir.

Í tilkynningu frá ÍA kemur fram að áhorfendasvæðum verði skipt upp í þrjú hólf og komast alls 600 áhorfendur á leikinn – 200 í hvert hólf.

Aðeins eru seldir miðar í gegnum snjallforritið Stubbur – nánar hér.

Eins og áður segir verða
þrjú svæði fyrir áhorfendur.

Hólf A er fyrir stuðningsmenn Vals.

Hólf B fyrir stuðningsmenn ÍA

Hólf C er fyrir árskorthafa
og félaga í Sterkir Skagamenn

Áhorfendur eru beðnir um að athuga vel í hvaða hólf þeir kaupa sér miða. Virða ber sóttvarnarreglur og það er bannað að fara á milli áhorfendahólfa.

Valur er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig en ÍA er í því 9. með 14. stig.
Liðin áttust við í fyrri umferðinni á heimaveli Vals þar sem að ÍA landaði frábærum sigri, 4-1, á sterkum útivelli.