Eigandi Akurgerðis 13 vill rífa húsið og byggja nýtt


Eigandi Akurgerðis 13 á Akranesi hefur óskað eftir leyfi til að rífa húsið og byggja nýtt hús á byggingareitnum.

Fyrirspurn þess efnis var tekin fyrir á fundi skipulags – og umhverfisráðs nýverið.

Húsið skemmdist mikið í hvassviðri sem gekk yfir landið um miðjan febrúar.

Eins og sjá má í myndbandinu í fréttinni hér fyrir neðan er húsið afar illa farið.

Skipulags og umhverfisráð tók jákvætt í fyrirspurn eigenda um að rífa húsið og auka nýtingahlutfall á byggingareitnum.

Gert er ráð fyrir að byggja fleiri en eina íbúð á reitnum.

Ráðið bendir fyrirspyrjanda á að fá frekari upplýsingar hjá Minjastofnun um heimild til niðurrifs núverandi húss.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/02/14/myndband-kari-hnikladi-vodvana-gridarlegt-tjon-a-husi-vid-akurgerdi/