Aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í bann eftir fólskulegt brot á leikmanni Kára



Marc Mcausland, leikmaður 2. deildarliðs Njarðvíkur, var á dögunum úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á Eggerti Kára Karlssyni leikmanni Kára frá Akranesi.

Eins og sjá má í myndbandinu sem birt var á Twittersíðu Ástríðan Podcast fær Eggert Kári mikið högg í andlitið frá Mcausland sem notaði olnbogann til að slá til Eggerts.

Dómari leiksins og aðstoðarmenn hans sáu ekki atvikið.

Myndbandsupptaka var því notuð í umfjöllun aganefndar KSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að Mcausland hefði framið alvarlegt agabrot.

Myndbandið er einnig hér: