Alls eru fjögur Covid-19 smit til staðar á Akranesi og eru allir einstaklingarnir í einangrun.
Á Vesturlandi eru alls 11 Covid-19 smit og þar af 7 í Stykkishólmi. Alls eru 82 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 64 á Akranesi.
Frá þessu er greint á vef Lögreglunnar á Vesturlandi.
Rúmlega 170 einstaklingar frá Akranesi fóru í skimun í gær eftir að Covid-19 smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn við Jaðarsbakka á þriðjudaginn í síðustu viku.
Ekkert smit greindist úr þessum hópi sem hafði verið í sóttkví frá því í síðustu viku.