Drífa fagnaði sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli í tvenndarleik


Drífa Harðardóttir, badmintonkona úr ÍA, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í tvenndarleik á Íslandsmóti Badmintonsambandsins. Drífa fékk einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik. Drífa hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum í badminton en hún varð Heimsmeistari í flokki 40 ára og eldri í tvíliðaleik í ágúst á síðasta ári. Sjá frétt hér fyrir neðan.

Mótið fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill Drífu í tvenndarleik en hún vann gullverðlaunin að þessu sinni með Kristófer Darra Finnssyni úr TBR.

Drífa sigraði í fyrsta sinn árið 1998 með Skagamanninum Árna Þór Hallgrímssyni, árið 1999 með Brodda Kristjánssyni, 2003 og 2004 með Sveini Sölvasyni og með Helga Jóhannessyni árið 2006.

Eins og áður segir varð Drífa í öðru sæti í tvíðliðaleiknum með Erlu Björg Hafsteinsdóttur.

Það er skemmtileg tenging á Akranes og ÍA úr þeirri viðureign því Sigríður Árnadótti, dóttir Árna Þórs Hallgrímssonar, varð Íslandsmeistari með Margréti Jóhannsdóttur. Þetta er í þriðja skiptið sem Margrét og Sigríður vinna þennan titil en þær unnu einnig árin 2017 og 2018.

Sigríður fékk silfurverðlaun í einliðaleik eftir tap gegn Margréti Jóhannsdóttur sem sigraði fimmta árið í röð.

ÍA og Akranes kom nokkuð við sögu í öðrum flokkum á mótinu.

María Rún Ellertsdóttir, ÍA, varð önnur í einliðaleik kvenna í A-flokki.

Í tvíliðaleik kvenna í A-flokki fagnaði Irena Ásdís Óskarsdóttir titlinum ásamt Rakel Rut Kristjánsdóttur. Þær keppa fyrir BH í Hafnarfirði en Irena Ásdís ólst upp á Akranesi og keppti fyrir ÍA mörg ár.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH, sem er dóttir Irenu Rutar, lék til úrslita í einliðaleik kvenna í B-flokki og landaði þar silfurverðlaunum. Halla Rut fékk einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik í B-flokki.

Jón Sigurðsson úr TBR, sem hóf feril sinn með ÍA á Akranesi, fékk silfurverðlaun í tvíliðaleik í A-flokki.

Sigríður Árnadóttir er hér önnur frá vinstri og
Drífa Harðardóttir önnur frá hægri. Mynd/BSÍ.
Frá vinstri: Íslandsmeistararnir Kristófer Darri Finnsson
og Drífa Harðardóttir. Mynd/BSÍ.
Irena Ásdís Óskarsdóttir er önnur frá vinstri á myndinni. Mynd/BSÍ.
Jón Sigurðsson er annar frá hægri á myndinni. Mynd/BSÍ.
María Rún Ellertsdóttir, ÍA, varð önnur í einliðaleik kvenna í A-flokki.
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH, sem er dóttir Irenu Rutar, lék til úrslita í einliðaleik kvenna í B-flokki og landaði þar silfurverðlaunum. Halla er hér til hægri á myndinni.
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH, sem er dóttir Irenu Rutar, lék til úrslita í einliðaleik kvenna í B-flokki og landaði þar silfurverðlaunum. Halla Rut fékk einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik í B-flokki. Halla er hér lengst til hægri. Mynd/BSÍ.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/08/12/drifa-og-erla-heimsmeistarar-i-tvilidaleik-40-ara-og-eldri/