ÍA þakkar skjót viðbrögð hjá gestum í þreksal – stefnt að opnun 28. september


Íþróttabandalag Akraness vill þakka öllum þeim fjölda sem brást vel við þeirri ósk að láta vita af sér vegna COVID smita sem komu upp í þreksölum á Jaðarsbökkum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA en stefnt er að því að líkamsræktin á Jaðarsbökkum opni á ný mánudaginn 28. september.

Það er aðdáunarvert hvað þeir sem í þreksölum voru umrædda daga brugðust fljótt við fréttum af smiti. Höfðu samband við skrifstofu ÍA eins og beðið var um og tóku öllum tilmælum með æðruleysi og jákvæðni.

Ekkert smit hefur enn greinst í þeim hópi sem nú þegar er búinn í skimun sem bendir til að aðstaðan á Jaðarsbökkum sé vel sótthreinsuð, vel þrifin og iðkendur gæta að persónulegum sóttvörnum.

Vonumst við til þess að geta opnað strax á mánudaginn þann 28. september

Með kærri kveðju; Íþróttabandalag Akraness.