Skagafréttir í hæstu hæðum – aðsóknarmetið stendur enn



Aðsóknin á skagafrettir.is var í hæstu hæðum í gær, laugardaginn 26. september 2020.

Alls komu 4.215 gestir í heimsókn á fréttavefinn skagafrettir.is og er það næst stærsti dagur Skagafrétta frá því að vefurinn fór í loftið í nóvember 2016. Lesendur gærdagsins flettu mörgum fréttum en rúmlega 10.000 flettingar voru á fréttavefnum í gær.

Þetta er í þriðja sinn sem aðsóknin á skagafrettir.is fer yfir 4.000 heimsóknir.

Aðsóknarmetið frá óviðrishelgi um miðjan febrúar á þessu ári stendur enn.

Þann 14. febrúar komu 5.200 gestir í heimsókn
á skagafrettir.is eða sem nemur
70% af bæjarbúum á Akranesi.

Það gerir um 70% af íbúafjölda Akraness.

Metaðsóknir síðustu fjögurra ára á einum degi.

2020 – 5.139 (14. febrúar)
2019 – 4.120 (14. janúar)
2018 – 3.165 (14. nóvember)

2017 –  2.997  (20. desember)