Tryggvi Hrafn skorar og skorar – sjáðu mörkin úr leik ÍA og VíkingsTryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður karlaliðs ÍA í knattspyrnu, skoraði bæði mörk ÍA í gær í 2-2 jafntefli liðsins gegn Víkingum úr Reykjavík.

Tryggvi Hrafn hefur nú skorað sex mörk í síðustu þremur leikjum og 12 mörk alls í PepsiMax deildinni.

Tryggvi Hrafn gerir atlögu að markakóngstitlinum en markahæstu leikmenn deildarinnar hafa skorað 14 mörk.

Skagamenn eru í 7. sæti deildarinnar og sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Framundan er þétt leikjadagskrá. ÍA á fimm leiki eftir og næsti leikur er á heimavelli þann 4. október.

Mörkin úr leik ÍA og Víkings eru hér fyrir neðan frá Stöð 2 sport og Visir.is