Alls 32 greindust með Covid-19 smit í gær á Íslandi og þar af voru tvö smit á Vesturlandi.
Þetta kemur fram á vefnum covid.is en tölfræðiupplýsingar á vefnum eru uppfærðar kl. 11 daglega.
Sautján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru fimm nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru fimm á sjúkrahúsi og þar af einn á gjörgæslu.
Nú hafa 2.663 manns greinst smitaðir af Covid-19 frá upphafi faraldursins á Íslandi. Tíu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.