Alls eru níu einstaklingar í einangrun á Akranesi vegna Covid-19 og hefur því eitt nýtt smit verið greint á Akranesi í gær. Frá þessu er greint á vef Lögreglunnar á Vesturlandi.
Á föstudaginn í síðustu viku var aðeins einn einstaklingur í einangrun á Akranesi vegna Covid-19 smits.
Að sögn Víðis Reynissonar hjá Almannavörnum eru jákvæðu fréttirnar þær að 34 af þeim 39 sem greindust með veiruna voru í sóttkví.
Alls eru 23 í einangrun á Vesturlandi og 53í sóttkví .
Á föstudag í síðustu viku voru 13 í einangrun og 102 í sóttkví.