Kvennalið ÍA vann góðan 2-0 sigur í gær gegn Fjölni í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Unnur Ýr Haraldsdóttir og Jaclyn Ashley Poucel skoruðu mörk ÍA. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í samantekt frá ÍATV.
Með sigrinum varð ljóst að Fjölnir og Völsungur leika ekki í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Liðin geta ekki náð ÍA að stigum en Skagakonur eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Næstu leikir ÍA eru gegn toppliði Tindastóls og liði Aftureldingar.