Lára Hólm kjörin besti framhaldsnemi UNC tannlæknaháskólans„Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa hlotið þessi verðlaun. Þetta hafa verið skrítnir tímar og krefjandi svo það er ómetanlegt að hafa allt þetta frábæra fólk hér við UNC sem hefur auðgað líf mitt,“ segir Lára Hólm Heimisdóttir við Skagafréttir.

Skagakonan, sem hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær, heldur áfram að gera það gott í meistaranámi sínu í barnatannlækningum við Norður-Karólínu háskólann í Bandaríkjunum.

Lára Hólm, sem er fædd og uppalinn hér á Akranesi, fékk á dögunum viðurkenningu sem besti framhaldsnemi UNC-háskólans. Verðlaunin voru veitt í tilefni þess að skólinn fagnaði 70 ára afmæli.

Um 10 milljón manns búa í fylkinu þar sem að Lára Hólm býr og stundar framhaldsnám. Verðlaunin ná yfir allar sérgreinar tannlæknninga og í því samhengi eru verðlaunin og viðurkenningin sem Lára Hólm fékk afar stór.


Lára Hólm fékk í maí 2019 verðlaun fyrir rannsóknarverkefni sitt á barnatannlæknaþingi sem fram fór í Chicago. Þar voru átta rannsóknarverkefni framhaldsnema í barnatannlækningum kynnt en öll þessi verkefni höfðu hlotið Graduate Student Research verðlaunin.

Ættartréð:
Foreldrar Láru Hólm eru Heimir Hallsson og Sigþóra Ævarsdóttir.
Lára Hólm á tvær systur en þær heita Harpa Hólm og Þórey Hólm.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/05/27/lara-fekk-heidursverdlaun-fyrir-rannoknarverkefni-i-barnatannlaekningum/