Hvað má og hvað má ekki í nýju Covid-19 reglunum?Nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi tóku gildi í dag, 5. október 2020. Hertar aðgerðir vegna útbreiðslu Covid-19 verða í gildi til og með 19. október 2020.

Hér má sjá um hvaða regl­ur ræðir:

 • Sam­kom­ur fleiri en 20 manns eru bannaðar, með nokkr­um und­an­tekn­ing­um sem verða út­listaðar hér að neðan. 
 • Lík­ams­rækt­ar­stöðvum er óheim­ilt að hafa opið. 
 • Krám, skemmtistöðum og spila­söl­um er einnig bannað að halda úti starf­semi.
 • Gest­ir á sund­stöðum mega að há­marki vera 50% af leyfi­leg­um fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi.
 • Áfram gilda eins metra fjar­lægðarmörk.
 • Við aðstæður þar sem ómögu­legt er að viðhafa eins metra fjar­lægðarmörk er fólki skylt að nota and­lits­grím­u.

Eft­ir­tald­ar eru und­anþágur frá 20 manna há­marki. Þar gild­ir sem ann­ars staðar að ef ekki er hægt að upp­fylla eins metra ná­lægðarreglu er skylt að nota and­lits­grímu:

 • Störf Alþing­is eru und­an­skil­in fjölda­tak­mörk­un­um.
 • Dóm­stól­ar þegar þeir fara með dómsvald sitt.
 • Viðbragðsaðilar, s.s. lög­regla, slökkvilið, björg­un­ar­sveit­ir og heil­brigðis­starfs­fólk, eru und­anþegn­ir fjölda­tak­mörk­un­um við störf sín.
 • Fjölda­tak­mörk við út­far­ir verða 50 manns.
 • Versl­un­um und­ir 1.000 fm að stærð verður heim­ilt að hleypa 100 ein­stak­ling­um inn í sama rými á hverj­um tíma og ein­um viðskipta­vini til viðbót­ar fyr­ir hverja 10 fm um­fram 1.000 fm en þó aldrei fleiri en 200 viðskipta­vin­um í allt.
 • Sviðslist­ir: Heim­ilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma sam­an í af­mörkuðu hólfi. Sæti skulu vera núm­eruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öll­um áhorf­end­um ber að nota and­lits­grímu.
 • Í fram­halds- og há­skól­um verður miðað við 30 manns.

Aðrar und­an­tekn­ing­ar:

 • Keppnisíþrótt­ir með snert­ingu verða leyfðar með há­marks­fjölda 50 ein­stak­linga að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrðum.
 • Áhorf­end­ur á íþrótta­leikj­um: Óheim­ilt er að hafa áhorf­end­ur á íþróttaviðburðum inn­an­dyra. Ut­an­dyra er heim­ilt að hafa áhorf­end­ur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gest­ir sitji í núm­eruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti and­lits­grímu.

Reglu­gerð um tak­mörk­un á sam­kom­um vegna far­sótt­ar
Reglu­gerð um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna far­sótt­ar