Metfjöldi Covid-19 smita greindust á landinu í gær – nýjar tölur birtar kl. 11



Í dag kl. 11 verða nýjar tölur um Covid-19 smit á Íslandi birtar.

Alls greind­ust 99 inn­an­lands­smit kór­ónu­veirunn­ar í gær og af þeim voru 59 í sótt­kví. Eitt smit greind­ist á landa­mær­un­um. Þetta segir Jó­hann K. Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Fund­ur stýri­hóps hef­ur farið fram í morg­un út af þess­um háu töl­um og hafa menn að von­um áhyggj­ur af þró­un­inni, bæt­ir hann við. Til umræðu er hvort gripið verði til frek­ari viðbragða vegna út­breiðslu smita.

Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að metfjöldi Covid-19 smita hefði greinst í gær eða vel á annað hundrað hér innanlands.

Hæsta smittalan á þessu ári var 24 mars þegar 106 greindust með Covid-19. Þann sama daga var samkomubannið sett á af fullum þunga á Íslandi.

Þann 18 september greindust 75 manns með Covid-19 en samkvæmt heim­ild­um frétta­stofu RÚV greind­ust tölu­vert fleiri en það í gær.

Frétt RÚV