Í dag kl. 11 verða nýjar tölur um Covid-19 smit á Íslandi birtar.
Alls greindust 99 innanlandssmit kórónuveirunnar í gær og af þeim voru 59 í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is.
Fundur stýrihóps hefur farið fram í morgun út af þessum háu tölum og hafa menn að vonum áhyggjur af þróuninni, bætir hann við. Til umræðu er hvort gripið verði til frekari viðbragða vegna útbreiðslu smita.
Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að metfjöldi Covid-19 smita hefði greinst í gær eða vel á annað hundrað hér innanlands.
Hæsta smittalan á þessu ári var 24 mars þegar 106 greindust með Covid-19. Þann sama daga var samkomubannið sett á af fullum þunga á Íslandi.
Þann 18 september greindust 75 manns með Covid-19 en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindust töluvert fleiri en það í gær.