Álfholtsskógur í Hvalfjarðarsveit er áhugavert útivistarsvæði



Álfholtsskógur var nýverið opnaður fyrir almenna umferð. Skógurinn er viðurkennt útivistarsvæði af Skógræktarfélagi Íslands.

Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson, sem stýra þættinum „Að Vestan“ á sjónvarpsstöðinn N4 fóru nýverið í heimsókn í Álfholtsskóg og rædddu þar við Reyni Þorsteinsson sem er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum sem hafa komið að þessu verkefni.

Á þriðja hundrað þúsund plöntur hafa verið gróðursettar í Álfholtsskógi sem nýverið var opnaður almenningi – sem þýðir að skógurinn er viðurkennt útivistarsvæði af Skógræktarfélagi Íslands.