Alls greindust 50 Covid-19 smit á Íslandi í gær og voru 33 þeirra í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.
Á Vesturlandi eru 20 í einangrun og þar af 12 á Akranesi. Alls eru 39 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 32 á Akranesi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Alls voru 1.503 sýni tekin í gær, sunnudaginn 11. okt, en 2.152 laugardaginn 10. okt.