Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur, á Akranesi hefur fest kaup á Apóteki Ólafsvíkur. Ólafur er frá Ólafsvík og segir hann í færslu á fésbókinni að hann muni taka við rekstrinum á nýársdag 2021.
„Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og leggja mitt af mörkum inn í samfélagið í Snæfellsbæ,“ skrifar Ólafur. Apótek Ólafsvíkur hefur verið í eigu Óla Sverris Sigurjónssyni og Sigríðar Þórarinsdóttur undanfarin 34 ár.
Ólafur stofnaði Apótek Vesturlands á Akranesi þann 30. júní árið 2007.
Hann er einnig framkvæmdastjóri Reykjavíkur Apóteks sem er í eigu Haga ehf.