Efnilegir markverðir úr röðum ÍA sömdu við félagið



Skagamenn hafa í gegnum tíðina átt marga frábæra markverði í knattspyrnunni sem hafa látið að að sér kveða með landsliðum og farið í atvinnumennsku. Nýverið sömdu tveir af efnilegustu markvörðum landsins við félagið en þeir hafa báðir leikið með yngri flokkum ÍA.

Logi Mar Hjaltested, sem er fæddur árið 2005, hefur leikið með ÍA alla tíð en hann hefur einnig verið valinn í yngri landslið Íslands. Logi Mar samdi við ÍA til loka ársins 2023 en þetta er í fyrsta sinn sem hann er samningsbundinn leikmaður.

Árni Marinó Einarsson gekk í raðir ÍA árið 2018 en hann var áður leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ. Árni Marinó hefur leikið með 2. flokki ÍA og einnig með meistaraflokki Skallagríms í Borgarnesi. Árni Marinó er fæddur árið 2002 og samdi hann við ÍA til tveggja ára.