Nýjustu Covid-19 tölurnar – föstudaginn 23. okt. 2020Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Vesturlandi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Á landinu öllu greindust 30 einstaklingar með Covid-19 og voru 18 þeirra í sóttkví.

Á Akranesi eru 16 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 en sama staða var á fimmtudaginn á Akranesi.

Í sóttkví eru alls 48 einstaklingar á Akranesi eða 10 fleiri en í gær.