Védís, Hrafnhildur og Dagný sömdu við ÍA á ný



Nýverið sömdu þrír leikmenn kvennaliðs ÍA í knattspyrnu við félagið og gilda samningarnir út tímabilið 2021.

Þær heita Védís Agla Reynisdóttir (2003), Hrafnhildur Arin Sigfúsdóttir (1998) og Dagný Halldórsdóttir (2002).

Leikmennirnir hafa allir farið í gegnum yngri flokka ÍA og leikið með meistaraflokki félagsins á undanförnum misserum.

Védís Agla hefur leikið 22 leiki með meistaraflokki og skorað alls þrjú mörk.

Hrafnhildur Arin er með yfir 40 leiki að baki og hefur hún skorað 2 mörk.

Dagný hefur leikið hátt í 30 leiki með meistaraflokki og skorað eitt mark.

Í tilkynningu frá ÍA segir að það séu frábærar fréttir fyrir félagið að þessir leikmenn hafi framlengt samninga sína við Knattspyrnufélag ÍA.