76 ný Covid-19 smit greindust í gær á Íslandi – smitum fjölgar á Vesturlandi



Alls greindust 76 einstaklingar með Covid-19 á Íslandi í gær og voru 60 þeirra í sóttkví.

Á Vesturlandi greindust 5 ný Covid-19 smit samkvæmt tölfræði á covid.is. Alls eru 23 í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 en á föstudag voru 16 í einangrun. Alls eru 64 í sóttkví á Vesturlandi en það voru 69 í sóttkví í landshlutanum s.l. föstudag.

Lögreglan á Vesturlandi hefur ekki birt sundurliðun á stöðu mála í landshlutanum laugardaginn 24. okt. 2020.

Nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 227,7, en var 230,7 í gær.

Alls eru 19 einstaklingar á Landspítalanum vegna Covid-19 og fjórir þeirra eru á gjörgæslu. Alls eru 1.979 einstaklingar í sóttkví á landinu öllu og 1.081 í einangrun.