Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 26. okt. 2020Alls greindust 50 einstaklingar með Covid-19 á Íslandi í gær og þar af voru 22 í sóttkví en 28 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is.

Á Vesturlandi er staðan óbreytt en 18 einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 en einstaklingum í sóttkví fer fækkandi. Alls eru 18 í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 og 67 eru í sóttkví.

Á Akranesi eru nú 14 í einangrun vegna Covid-19 og 45 eru í sóttkví.

50 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum og þrír eru á gjörgæslu. 2.468 eru í sóttkví og hefur þeim fjölgað um rúmlega 400 síðan í gær. 1.030 eru í einangrun. Alls voru tekin 1.187 sýni í gær samkvæmt vefsíðunni Covid.is.