Svefn barna og ungmenna til umræðu á rafrænum fræðslukvöldumHeilsueflandi samfélag Akranes býður upp á tvö rafræn fræðslukvöld um svefn barna og ungmenna, 29. október og 2. nóvember og hefst fræðslan bæði kvöldin kl. 20:00. 

Skráning fer fram hér.

Á fyrra fræðslukvöldinu 29. október verður áhersla á svefn barna frá fæðingu til 6 ára aldurs. Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) leitast við að svara algengum spurningum foreldra um svefn barna sinna.

Spurningum eins og; Af hverju er svefn mikilvægur?
Hversu mikinn svefn þurfa börn 6 ára og yngri?
Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum? Hvaða hlutverk spilar daglúrinn og hvenær á að taka hann út?
Hvað eru góðar svefnvenjur? Og hvað er til ráða ef barn fæst ekki í bólið, er lengi að sofna, þarf aðstoð við það eða getur ekki sofið í sínu rúmi?

Spurningum sem allir foreldrar ungra barna ættu að geta nýtt sér svör við, sama hvort þeir eru á þessum tímapunkti að glíma við svefnerfiðleika eða vilja vita hvað þeir geta gert til að fyrirbyggja að eðlilegar svefntruflanir endi sem langvarandi svefnerfiðleikar.

Linkur á fyrra fræðslukvöldið er hér fyrir neðan: 

https://us02web.zoom.us/j/89393806852?pwd=b1JJbEtLY1BLUW40clZ2YmppaGliQT09

Meeting ID: 893 9380 6852
Passcode: 5HLN1X

Elísa gefur góð ráð á síðara fræðslukvöldinu

Á síðara fræðslukvöldinu 2. nóvember verður svefn grunnskólabarna ræddur og mun Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) fara nánar yfir þessa þætti og veita góð og gagnleg ráð um hvernig má fyrirbyggja og takast á við svefnerfiðleika grunnskólabarna. 

Elísa Guðnadóttir.

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og nauðsynlegur fyrir börn til að þau geti þroskast og dafnað. Svefnerfiðleikar eða of lítill svefn getur leitt til tíðari veikinda, einbeitingar- og minnisvanda, námserfiðleika, hreyfivirkni, hegðunarvanda og erfiðleika við að takast á við mótlæti í daglegu lífi. Þráðurinn er styttri og samskiptavandi líklegri. Ef undirliggjandi vandi er til staðar geta svefnerfiðleikar ýtt undir einkennin og valdið enn meiri hömlun í daglegu lífi en fyrir er. Foreldrar eru oft óvissir hversu mikinn svefn börnin þeirra þurfa, hvernig eigi að koma á góðum svefnvenjum og takast á við mótþróa á svefntíma.

Linkur á seinna fræðslukvöldið  er hér fyrir neðan:

https://us02web.zoom.us/j/82186235649?pwd=OEkxQmc1dmVHd1NRdEJ1WS9qR0ttQT09

Meeting ID: 821 8623 5649
Passcode: 4ey2jg