Stefnt er að því að bæta strætivagnaþjónustuna á Akranesi. Tillögur þess efnis voru til umræðu á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar.
Samkvæmt heimildum Skagafrétta er stefnt að því að bæta við öðrum vagni sem væri sniðinn að þörfum íþrótta – og frístundastarfsins á Akranesi.
Nýr strætó kæmi einnig inn í aksturinn á mestu álagspunktum í strætisvagnaþjónustunni.
Strætisvagnaþjónustan og leiðarkerfið í heild sinni verður einnig endurskoðuð út frá þeirri staðreynd að Akranes hefur stækkað töluvert á undanförnum árum.
Innanbæjarakstur eða Akranesstrætó er í boði alla virka daga frá 7-18 án endurgjalds. Rekstraraðili strætisvagnsins er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar.