Nýjustu Covid-19 tölurnar – miðvikudaginn 28. okt. 2020



Alls greind­ust 86 Covid 19 smit á Íslandi í gær – samkvæmt tölum sem uppfærðar voru kl. 11 í dag á vefnum covid.is.

Af þeim sem greindust með Covid-19 í gær voru 72% í sótt­kví.

Alls eru 1062 einstaklingar í ein­angr­un á Íslandi en voru 1048 í gær.

Á spít­ala eru 58 sjúk­ling­ar vegna Covidd-19 og einn af þeim er á gjör­gæslu.

Á Vesturlandi eru óbreytt staða frá því í gær en alls eru 21 í einangrun vegna Covid-19 og 56 eru í sóttkví.

Á Akranesi eru 16 í einangrun vegna Covid-19 og eitt nýtt smit var því greint í gær á Akranesi. Í sóttkví eru 28 á Akranesi en á þriðjudag var alls 41 í sóttkví á Akranesi.