Tryggvi Hrafn skoraði fyrir Lilleström í toppslagnumSkagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark Lilleström í 3-0 sigri liðsins gegn Tromsö í dag í norsku 1. deildinni.

Þetta var annað mark Tryggva fyrir Lilleström en hann var að leika sinn þriðja leik frá því að hann gekk í raðir norska liðsins frá ÍA.

Um var að ræða toppslaginn í næst efstu deild en tvö efstu liðin komast beint upp í efstu deild.

Með sigrinum er Lilleström enn í 2. sæti en minnkaði forskot Tromsö sem er í efsta sæti deildarinnar með 49 stig eftir 24 leiki. Lilleström er með 45 stig en á leik til góða á Tromsö og liðn sem eru í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Björn Bergmann Sigurðarson, sem er einnig fyrrum leikmaður ÍA, kom inná sem varamaður í liði Lilleström um miðjan síðari hálfleik. Arnór Smárason kom ekki við sögu hjá Lilleström.